Kaffitár

Opið á 4. hæð alla daga 8:00-20:00. — Opið á 5. hæð alla daga 8:00-23:00.

Kaffitár var stofnað árið 1990 í kring um þá hugmynd að veita sem flestum þá ánægju að drekka gott kaffi. Kaffitár rekur nú sjö kaffihús á Íslandi, brennir og dreifir hágæða kaffi um allt land.

Eigendur Kaffitárs ferðast til fjarlægra landa til að velja kaffibaunir frá kaffibændum. Aðeins góðar baunir eru valdar frá kaffibýlum og þar með styður Kaffitár bæði við framleiðsluna og samfélagið í kringum hana. Yfir 85% af kaffi Kaffítárs kemur beint frá býli.

Kaffitár er staðsett á bæði fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar. Á 5. hæð er áhersla lögð á bæði heita og kalda kaffidrykki, expressó drykki sem og uppáhellt kaffi. Einnig er hægt að fá slow-brew kaffi, súrdeigsbrauð, kökur, bökur og kruðerí líkt og á öðrum kaffihúsum Kaffitárs. Krakatá-kaffiís er alvöru kaffiís, sérstaklega gerður fyrir Kaffitár og þar að auki verða fimm aðrar bragðtegundir í boði. Á fjórðu hæðinni er hraðafgreiðsla þar sem boðið er upp á uppáhellt kaffi, samlokur, kökur og annað góðgæti ef maður vill grípa eitthvað með sér á hraðferð og ætlar ekki að staldra lengi við í Perlunni.

Kaffitár Café at Perlan, Iceland