Í smíðum

Opnar 1. maí 2018

Stjörnuver

1. maí 2018 mun Perlan opna nýtt, hátæknivætt stjörnuver með 360 gráðu allt-umlykjandi upplifun með surround-hljóðkerfi, og bestu myndgæðum sem í boði eru á heimsvísu í dag.

Fyrsta sýningin er sérstaklega samin fyrir nýja stjörnuverið, framleidd af Perlunni og hinu heimsþekkta Bowen Productions, sem sérhæfir sig í myndum fyrir stjörnuver. Sýningin er byggð á verkum alkunnra íslenskra ljósmyndara og kvikmyndatökumanna sem feta nýjar slóðir til að sýna stórkostlega náttúru og lífríki Íslands í þessum spennandi miðli. Hljóðmyndin er smíðuð úr íslenskri tónlist og röddum, og sett saman af hinni þjóðþekktu Ragnhildi Gísladóttur tónskáldi og tónlistarkonu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af verkum Bowen Technovation.

Í smíðum

Opnar 2018