Opið
Alla daga
8:00-20:00

Aðgangseyrir
Frítt

Útsýnispallur

Frá fjórðu hæð Perlunnar er stór útsýnispallur sem liggur ofan á geymunum og hringinn í kringum glerhvolfið. Þar færð þú 360° útsýni yfir Reykjavík og nærsveitir.

Á pallinum eru útsýnisskífur sem segja þér nöfn fjallstindana sem teikna sjóndeildarhringinn, allt frá Keili á Reykjanesinu í suðri, til hins heimsþekkta Snæfellsjökuls við enda Snæfellsness í norðri. Stóran hluta sjóndeildarhringsins á fjall Reykvíkinga, Esjan, í allri sinni dýrð.

Hjá útsýnisskífunum er hægt að fá lýsingu á útsýninu og kennileitum á fimm tungumálum: Íslensku, ensku, norsku, þýsku og frönsku.  Ár hvert koma hundruðir þúsunda gesta til að njóta útsýnisins af toppi Perlunnar, enda eitt besta útsýni yfir Reykjavík og nærsveitir.

Opið
Alla daga
10:00-18:00

Aðgangseyrir
Frítt